17. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. nóvember 2022 kl. 12:30


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 12:30
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 12:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 12:30
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 12:30
Daníel E. Arnarsson (DA) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 12:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 13:55
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 12:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 12:30
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 13:35

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:30
Fundargerðir 13.-16. fundar voru samþykktar.

2) 326. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 12:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur og Tinna Finnbogadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Þóri Gunnarsson frá Alþýðusambandi Íslands, Sigrúnu Hauksdóttur frá Arion banka hf., Hilmar Harðarson, Ólaf Sigurðsson, Þóreyju S. Þórðardóttur og Árna Hrafn Gunnarsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Stein Friðriksson, Gunnar Ingólfsson, Sigurð G. Hafstað og Jónas Þór Brynjarsson frá Seðlabanka Íslands.

3) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023 Kl. 14:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.

4) 20. mál - vísitala neysluverðs Kl. 14:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 14:50
Tillaga um að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem fram kæmu upplýsingar um þá sjálfstæðu skóla sem ekki geta fært innskatt á móti útskatti af veittri þjónustu og upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra hækkana áfengisgjalds í fríhöfninni á verð helstu tegunda áfengis í versluninni var samþykkt.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir gerði tillögu um að óskað yrði eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem fram kæmu upplýsingar um afdrif 80. máls á 152. löggjafarþingi um vexti og verðtryggingu og húsaleigulög (verðbólga á húsnæðislán og húsaleigu), sem vísað var til ríkisstjórnarinnar. Tillöguna studdu Jóhann Páll Jóhannsson og Guðbrandur Einarsson.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir óskaði eftir því að 12. mál um vexti og verðtryggingu o.fl. (aðgerðir til að sporna við áhrifum verðbólgu á húsnæðislán og húsaleigu) yrði tekið á dagskrá nefndarinnar skv. 3. mgr. 11. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:50